Um Bílar og hjól

Stofnað árið 2003

Bílar og hjól er bílaverkstæði sem tekur á fjölmörgum hlutum í viðhaldi og endurbótum bifreiða og mótorhjóla. Upprunarlega tók fyrirtækið aðeins að sér bílasprautun, réttingar og tjónaskoðanir en síðan þá höfum við bætt töluvert við starfsemina.

Ásamt útlitslagfæringum bjóðum við upp á almenna smurþjónustu, ýmsar almennar viðgerðir og erum jafnframt þjónustuaðili Öskju fyrir KIA bifreiðar og þjónustuaðili Bernhard á HONDA bifreiðum.

Fyrirtækið var stofnað árið 2003 af bílamálaranum Garðari Hauki Gunnarssyni. Garðar á og rekur verkstæðið til þessa dags.