top of page

KIA þjónusta og

7 ára ábyrgð

Til þess að viðhalda 7 ára ábyrgð sem fylgir kaupum á KIA bifreið er nauðsynlegt að ökutækið sé þjónustað reglulega á viðeigandi hátt. Þjónustuskoðun felur í sér allt það sem hefðbundin smurþjónusta felur í sér og meira til. Við erum þjónustuverkstæði sem Aska, KIA umboðið á Íslandi, viðurkennir til þess að sjá um þjónustuskoðanir og viðgerðir á ábyrgðarverkum á KIA bifreiðum. Jafnframt eigum við í mjög nánu samstarfi við K.Steinarsson söluumboð fyrir Öskju í Reykjanesbæ.

 

Eftirfarandi upplýsingar eru teknar af heimasíðu KIA á Íslandi.

 

7 ára ábyrgð Kia er ein umfangsmesta ábyrgð sem völ er á. Í Þjónustuhandbók Kia og ábyrgðarskilmálum er að finna greinargóða lýsingu á ábyrgðinni, skyldum Kia Motors, Öskju og Kia eigenda, upplýsingar um það sem ábyrgðin nær og nær ekki til, ábyrgð gagnvart gegnumtæringu, ábyrgð á varahlutum, takmörkun ábyrgðar, skýrslur um reglubundið viðhald, ryðvarnareftirlit, skýrslur um endurnýjun kílómetrateljara, síma- og netfangaskrá, upplýsingar um þjónustutíma deilda, auk annarra hagnýtra upplýsinga.

 

Forsendur ábyrgðar 
Til að uppfylla ábyrgðarskilmálana þarf að fara með Kia bifreiðina þína í reglubundið þjónustueftirlit til viðurkennds þjónustuaðila Kia.

Þjónustusaga 
Þú gætir þurft að sýna fram á að þú hafir sinnt viðhaldi á Kia bifreiðinni þinni með réttum hætti. Þú ættir því að halda öllum gögnum um viðhald bifreiðarinnar til haga ásamt öllum kvittunum. Þjónustuaðili skal fylla út skýrslu fyrir reglubundið viðhald í hvert sinn sem þú ferð með Kia bifreiðina þína í þjónustu. 

Viðgerðir sem falla undir ábyrgð 
Þú ferð með Kia bifreiðina þína ásamt þessari þjónustu-handbók til viðurkennds þjónustuaðila Kia. Allir viðurkenndir þjónustuaðilar Kia geta annast viðgerðir sem falla undir ábyrgð, en við mælum með því að þú leitir til þess aðila sem þú keyptir bifreiðina af, ef nokkur kostur er – það hjálpar til ef þeir þekkja til þín og Kia bifreiðarinnar þinnar.

 

Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur ábyrgðarskilmálana nánar með því að smella á hlekkinn hér að neðan:

Þjónustuhandbók og ábyrgðarskilmálar á issuu sniði.

 

bottom of page